Verðskrá fyrir 2024:

 • Aðalhús (27 gestir):
  • 350.000 kr á nótt
  • Þriðja nóttin kostar 150.000 kr
  • Fjórða nóttin kostar 100.000 kr
  • senda þarf fyrirspurn fyrir lengri dvöl
 • Aðalhús og auka íbúð (35 gestir):
  • 450.000 kr á nótt
  • Þriðja nóttin kostar 200.000 kr
  • Fjórða nóttin kostar 125.000 kr
  • senda þarf fyrirspurn fyrir lengri dvöl

Lágmark að leigja 2 nætur um helgar, 3 eða fleiri nætur ef um stórhátíðir eða sambærilega daga er að ræða eins og við á, ekki er veittur afsláttur af aukanóttum á þeim dögum.

Ef gestir vilja hafa rúmin uppábúin og fá handklæði kostar það 2.500 kr á mann aukalega.

Hægt að leigja 1 nótt þriðjudag og miðvikudag ef það passar inn í skipulag með hópum fyrir og eftir. Einnig er hægt að leigja minni íbúðina sér fyrir minni hópa. Vinsamlegast sendið fyrirspurn varðandi dagssetningar og verð.

Erum ekki byrjuð að bóka árið 2025, hægt er að hafa samband og setja sig á lista fyrir 2025.

Gistingin skiptist svona:

Aðalhús fyrir 27 gesti:

 • 12 rúm í sex herbergjum, hægt að hafa sem twin/double
 • 3 rúmstæði í 2 svefnsófum í tveimur herbergjum
 • 4 rúmstæði í einföldum kojum í einu herbergi
 • 8 rúmstæði í tvöföldum kojum í einu herbergi
 • Möguleiki á auka dýnum á gólf fyrir börn og unglinga

Íbúð með sér inngangi fyrir 8 gesti:

 • 8 rúm í fjórum herbergjum, hægt að hafa sem twin/double

Í heildina eru þetta 35 rúmstæði, 27 í aðalhúsi og 8 í aukaíbúð. Hægt að bæta við nokkrum dýnum á gólf fyrir börn og unglinga. Hægt er að tjalda við húsið, tengibox fyrir rafmagn er úti þar sem hægt er að tjalda. Aðeins er leyfilegt að tjalda við húsið fyrir hópa sem eru með allt húsið á leigu. Greitt er aukalega 4.000 kr á tjald/tjaldvagn fyrir hverja nótt.

Ef um viðburði er að ræða þar sem verið er að nýta alla aðstöðu fyrir fleiri gesti enn eru að gista í húsinu þarf að greiða fyrir aðalhús og íbúð. Ekki er rukkað fyrir sal sérstaklega eða aðra þjónustu.

Við bókun þarf að greiða 40% staðfestingargjald (óendurgreiðanlegt). 2 mánuðum fyrir komu þarf að greiða restina (60%, óendurgreiðanlegt) ásamt tryggingargjaldi sem er 150.000 kr. Tryggingargjaldið er endurgreitt að fullu innan 5 virkra daga frá leigu ef ekkert kemur upp á.

Ef bjórdælan er notuð þarf að þrífa hana vel og vandlega eftir notkun, einnig er hægt að greiða fyrir þrif á bjórdælu fyrir 5.000 kr. Bannað er að koma með gæludýr, auka þrifgjald bætist við ef gestir koma með gæludýr í óleyfi.

* Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og geta þau breyst án fyrirvara. SiglóHóll ehf. áskilur sér rétt til að hafna bókunum vegna rangra verðupplýsinga. Húsið er aðeins leigt ábyrgum aðilum. Öll verð eru gefin upp með VSK.