Velkomin/n á Hól á Siglufirði
Heimasíðan er í vinnslu eins og er, hægt er að hafa samband við Gunnlaug í síma 698-8886 eða senda tölvupóst á bokanir@sigloholl.is.
Hóll á Siglufirði er einstakt samkomuhús með skemmtilega sögu og sterka tengingu við íþróttaiðkun og félagslíf. Húsið er staðsett á frábærum stað í Siglufirði. Töluverðar endurbætur hafa átt sér stað á Hóli síðan árið 2021. Búið er að taka húsið í gegn frá A til Ö.
Aðstaðan og herbergin
Húsið hentar vel fyrir hópa af öllu tagi. Aðalhúsið tekur 27 manns í gistingu og íbúðin 8 manns, samtals er því gistirými fyrir 35 manns, hægt er að bæta við nokkrum dýnum á gólf fyrir stærri hópa.
Í húsinu er rúmgóður og hlýlegur matsalur með sófum og sjónvarpi. Öflugir hátalarar (Soundboks 3 + Sounboks 3 GO) og stórt snjallsjónvarp er á staðnum. Á efri hæð hússins eru 7 svefnherbergi, salerni og sjónvarpskrókur með notalegum sófa. Á jarðhæð er eitt svefnherbergi með tveimur tvöföldum kojum.
Búið er að taka í gegn aukaíbúð sem er samtengd við aðalhúsið, með sér inngangi. Þar eru 4 svefnherbergi með góðum rúmum fyrir 8 manns. Þar er einnig lítill eldhúskrókur og salerni með sturtu. Íbúðin er frábær viðbót fyrir stærri hópa sem þurfa meira svefnpláss. Hægt er að leigja íbúðina með aðalhúsinu eða ekki. Hægt er að leigja íbúðina sér fyrir minni hópa.
Setlaug og sauna
Frábær 20 manna setlaug (stór heitur pottur) er við húsið með útsýni út Siglufjörð. Hægt er að stilla hita laugarinnar með fullkomnu stýrikerfi. Rúmgóður saunaklefi er í aðalhúsinu.
Salerni og þvottahús
Í aðalhúsinu eru 5 salerni og 7 sturtur, í aukaíbúðinni er salerni með sturtu, í heildina eru 6 salerni og 8 sturtur. Þvottahús er á staðnum með þvottavél og þurrkara ásamt aðstöðu til að hengja upp útivistar- og íþróttabúnað.
Eldhús og eldunaraðstaða
Eldhúsið er fullbúið með nýjum eldhústækjum og búnaði. Stórt og mikið gasgrill er á staðnum, einnig hægt að útvega auka gasgrill fyrir stærri hópa. Paellu panna er á staðnum sem er snilld fyrir eldun fyrir stóran hóp. Tveir 16 tommu gas pizzaofnar eru á staðnum ásamt því sem til þarf til að útbúa heimatilbúnar pizzur. Einnig eru útiborð og stólar á veröndinni. Góðir kælar eru í húsinu fyrir mat og drykki, stór klakavél og bjórdæla eru í húsinu.
Skemman / partýsalurinn
Það er skemmtilegur 75 fm salur í gömlu skemmunni með píluspjaldi, pool borði, ping pong borði, bar ásamt bjórdælu og fleiru. Frábært fjölnota rými sem hentar sem partýsalur, matsalur, jógasalur eða annað sem fólki dettur í hug. Fjöldi stóla og borða eru á staðnum ef fólk vill breyta salnum í t.d. matsal eða annað. Hægt er að færa til nánast öll húsgögnin í skemmunni til að hægt sé að hafa salinn eins og fólk vill.
Útiaðstaða
Við Hól er stór suðurpallur sem tengdur er við eldhús og matsal, einnig er stór steypt verönd við setlaugina sem er með snjóbræðslu undir þannig að hægt er að nýta hana allt árið um kring. Húsið er staðsett eitt og sér á einstökum stað í Siglufirði. Við húsið er mikil víðátta, gönguleiðir og stór fótboltavöllur sem frjálst er að nota. Hefð hefur verið fyrir því að tjalda við húsið á sumrin, búið er að koma fyrir rafmagni sem er hugsað fyrir tjaldgesti. Aðeins verður í boði að tjalda við húsið fyrir gesti með aðalhúsið á leigu, gegn auka gjaldi.
Aðalhúsið
Aðalhúsið hefur 8 svefnherbergi, eftirfarandi er lýsing á herbergjunum:
Herbergi 1: Tvö 90 cm rúm (180 cm) auk svefnsófa sem er 140 cm
Herbergi 2: Tvö 90 cm rúm (180 cm) auk svefnsófa sem er 90 cm
Herbergi 3: Tvö 80 cm rúm (160 cm)
Herbergi 4: Tvær einbreiðar kojur (80 cm) fyrir 4 gesti
Herbergi 5: Tvö 80 cm rúm (160 cm)
Herbergi 6: Tvö 80 cm rúm (160 cm)
Herbergi 7: Tvö 80 cm rúm (160 cm)
Herbergi 8: Tvær tvíbreiðar kojur (160 cm) fyrir 8 gesti
Íbúðin hefur 4 svefnherbergi, eftirfarandi er lýsing á herbergjunum:
Herbergi 9: Tvö 80 cm rúm (160 cm) – getur verið borðstofa/stofa fyrir íbúð
Herbergi 10: Tvö 90 cm rúm (180 cm)
Herbergi 11: Tvö 90 cm rúm (180 cm)
Herbergi 12: Tvö 90 cm rúm (180 cm)
Hægt er að setja öll rúmin saman í 160 eða 180 cm eða taka þau í sundur og hafa pláss á milli.
Barnastóll og barnarúm er á staðnum fyrir barnafólk.
Myndir af aðalhúsinu
Herbergin
Setlaugin
Baðherbergin og saunan
Eldhús og matsalur
Aðstaðan
Íbúðin / Gamli golfskálinn
Búið er að taka í gegn aukaíbúð sem er samtengd við aðalhúsið, með sérinngangi. Íbúðin hefur 4 svefnherbergi, öll með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að taka í sundur eða setja saman, gistirými fyrir 8 fullorðna. Íbúðin hefur lítinn eldhúskrók með litlum ískáp, eldavél og litlum bakaraofni. Eldhúskrókurinn hefur allt það helsta sem til þarf til að gera einfaldar máltíðir. Í íbúðinni er baðherbergi með sturtu. Lítil verönd er fyrir utan íbúðina.
Einu herberginu getur verið breytt í borðstofu / stofu á einfaldan máta, þá verða rúmin 2 að sófa og hægt er að setja borðstofuborð og stóla í mitt herbergið. Einfalt er að breyta herberginu í svefnherbergi fyrir nóttina aftur.
Hægt er að leigja íbúðina sér eða með aðalhúsinu. Ef stærri hópar óska eftir því að leigja íbúðina með aðalhúsinu hefur það forgang.
Gestir sem leigja aðeins íbúðina er ekki heimilt að tjalda við húsið eða nota aðra aðstöðu við húsið.
Íbúðin hefur 4 svefnherbergi, eftirfarandi er lýsing á herbergjunum:
Herbergi 1: Tvö 80 cm rúm (160 cm) – getur verið borðstofa/stofa fyrir íbúð
Herbergi 2 Tvö 90 cm rúm (180 cm)
Herbergi 3: Tvö 90 cm rúm (180 cm)
Herbergi 4: Tvö 90 cm rúm (180 cm)
Hægt er að setja öll rúmin saman í 160 eða 180 cm eða taka þau í sundur og hafa pláss á milli.
Myndir af íbúðinni
Sigló stemning og stuð!
Það er alltaf líf og fjör á Sigló! Frábærir veitingastaðir, stórbrotin náttúra allt í kring, einstök saga og margt spennandi að skoða eins og brugghúsið Segull 67.
Staðsetningin
Hóll er staðsettur í 4 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Siglufjarðar eða í um 20 mínútna göngufjarlægð. Golfvöllurinn og skíðasvæðið er steinsnar frá Hóli.
Þú getur smellt hér til að sjá staðsetninguna á Google Maps.